Heilsuleg jól

Heilsuleg jól

2.999krPrice

Hvað ef ég segði þér að þú getir haldið forminu og heilsunni í standi yfir jólin en samt notið þess að háma í þig jólamat, nartað í smákökur og sötrað jólaöl?
 

Flestir halda að það sé ómögulegt að halda heilsunni í góðu standi yfir hátíðarnar án þess að lifa eins og klausturs munkur og fórna öllu frábæra jólagóssinu eins og kökunum, ölinu, sykursukkinu og tilheyrandi. 
 

Í fyrirlestrinum “Heilsujól" ætla ég að fara yfir allskyns “tips&tricks” eða aðferðir og ráð sem hjálpa þér að eiga heilsusamleg jól án þess að fórna öllu því sem gerir jólin að jólunum. Hvernig við getum notið okkar til fulls um jólin en á sama tíma beitt ákveðnum herkænskuleiðum til að lágmarka skaðann sem fylgir öllu ofátinu, krónísku smákökunartinu, jólastressinu og jólabjórsþambinu.

 

Við getum svo sannarlega notið góðrar heilsu og jólanna á sama tíma og farið þannig fersk inn í nýtt ár án sektarkenndar eða þörfinni fyrir að byrja árið á enn einu átakinu með tilheyrandi boðum og bönnum.

  • Um fyrirlesturinn

    Fyrirlesturinn er um 35 mínútur á myndbandsformi.