Veri - Sílesandi blóðsykursmælir
Veri hjálpar þér að snérsníða mataræðið þitt að þínum líkama!
Veri er sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn þinn allan sólarhringinn í 14 daga samfellt
svo þú getir skilið betur hvernig þú getur hámarkað heilsu þína, bætt mataræðið og komið þér í topp form.
Lærðu inn á þinn líkama - engir tveir eru eins!
Veri er þinn áttaviti til framúrskarandi heilsu!
- Enduruppgötvaðu næringu og hvaða matvæli henta þínum líkama best
- Endurnýjaðu orkuna þína
- Bættu svefngæðin
Efnaskipti líkamans koma reglu á svefninn, matarlyst, líkamsþyngd og orku.
UPPGÖTVAÐU ÞÍN VIÐBRÖGÐ
Það er ekki aðeins eitt mataræði sem hentar öllum. Við erum öll einstök með mismunandi næringarþarfir og mismunandi getu til að vinna úr matvælum. Veri mælirinn sýnir þér hvernig þinn líkami bregst við mismunandi matvælum. Þannig getur þú sérsniðið mataræðið þitt að þínum líkama til að komast í betra form og upplifa bætta orku og heilbrigði.
MATARÆÐI
Þín uppáhalds fæða gæti verið að valda óhóflegum blóðsykurssveiflum sem skaða þína heilsu og draga úr daglegri orku þinni.
Efnaskiptin þín skipta sköpum fyrir heilsuna, því meira sem þú veist hvernig þinn líkami bregst við hinum ýmsu fæðutegundum því betur getur þú stjórnað vegferð þinni í átt að betri heilsu og auknum lífsgæðum.
ORKA
Ekki sætta þig við orkuleysi, heilaþoku eða óvelkomin aukakíló sem virðast aldrei haggast hvað sem þú reynir.
Það er ekki eðlilegt ástand.
Það er kominn tími til að skilja betur og læra hvaða fæða hentar þér best og ná framúrskarandi heilsu og fyrirbyggja alvarlega lífsstílssjúkdóma.
ATH! Virkar aðeins fyrir Iphone (IOS) snjallsíma en er væntanlegt fyrir Android.