360° heilsa

Markmið mitt sem þjálfari og ráðgjafi er að miðla af þekkingu minni, hvetja og efla mína skjólstæðinga til að taka ábyrgð á eigin heilsu með jákvæðum lífstílsbreytingum

Í þjálfun legg ég áherslu á 4 lykilþætti til að ná árangri.

"Hreyfing - Næring - Svefn - Jafnvægi"

Vegna þess að í lok dags þá er heilbrigði það sem skiptir mestu máli. Þegar heilsan er annars vegar þá skiptir ekki lengur máli hvort þú sért með flatan maga eða "six pack", hvað þú tekur þungt í bekkpressu eða hvað þú ert frábær hlaupari eða hjólari.

Þú hefur aðeins einn líkama og sá líkami gerir þér kleift að gera það sem þig langar að gera.
Því er betra að hugsa vel um hann!

Hvort sem markmiðin snúa að stoðkerfisvandamálum, heilsuvandamálum, betri árangri í íþróttum eða einfaldlega líða vel í eigin skinni, þá eru þessir þættir alltaf undirstaðan í minni þjálfun.


Heilbrigði er ekki aðeins fjarvera sjúkdóma og vanheilinda heldur fullkomin líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan.

Þetta kalla ég 360° heilsa.

 

"Ég hef stundað kraftlyftingar hjá Rafni Franklín af fullum krafti í eitt ár og þær orðnar hluti af mínu daglega lífi. Líkami minn er orðinn mun sterkari og tónaðri auk þess sem andlegur styrkur og kjarkur til að lyfta miklum þyngdum hefur aukist. Rafn er hreint frábær einkaþjálfari sem hvetur mann endalaust áfram með jákvæðni sinni og metnaðarfullri þjálfun. Hann leggur mikla áherlsu á alla lyftingartækni og rétta líkamsstöðu. Ég mæli hiklaust með kraftlyftingum hjá þessum frábæra og öfluga þjálfara."

Berglind Berndsen

"Ég og konan mín höfum verið hjá Rafni Franklín í sex mánuði. Við byrjuðum upprunalega í þjálfun hjá honum til þess að ná ákveðnum markmiðum yfir þriggja mánaða tímabil en vegna einskærrar fagmennsku, jákvæðni og metnað hefur Rafn hjálpað okkur að komast langt fram úr upprunalegum markmiðum okkar. Það er augljóst að Rafn sinnir starfi sýnu af fullri ástríðu og viljinn hans til að læra og þróast í starfi er augljós.
Rafn virðist vera endalaus uppspretta þekkingar á öllum sviðum líkamlegrar þjálfunar og heilbrigðs lífernis."

Gunnar Pétur Hauksson

"Rafn Franklín hefur reynst mér vel sem þjálfari. Ég hef náð góðum árangri í kraftlyftingum, hef náð að bæta árangur minn markvisst en þó þannig að rétt tækni sé ávallt í fyrirrúmi. Þökk sé faglegri þjálfun Rafns. Kraftlyftingar styrkja mig á allan hátt í mínu daglega lífi, ég er meðvitaðri um líkamsbeitingu og líkamsstöðu sem hefur hjálpað mér mikið vegna bakvandamála. Hver æfing endurnærir mig á líkama og sál og losar mig við streitu og álag í erli dagsins."

Sigríður J. Berndsen

"Rafn er frábær þjálfari sem hægt er að mæla með. Hann hefur góða nærveru og eru æfingarnar fjölbreyttar, krefjandi og umfram allt skemmtilegar!"

Ásta Sölvadóttir


Heilbrigði snýst um að taka ábyrgð á sjálfum sér.

Taktu ábyrgð og vertu besta útgáfan af sjálfum þér!