top of page
IMG_2709.jpg

360 HEILSA
LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN

Lífsstílsþjálfunin er fyrir þá sem vilja taka alhliða heilsu og lífsstíl föstum tökum.

Hvort sem það er til að vinna á almennri vanlíðan,  kvillum og/eða lífsstílssjúkdómum eða einfaldlega  til að betra sjálfan þig og rækta líkama og sál til að hámarka orku, heilsu og vellíðan.

UNDIRSTÖÐUR
360 HEILSU

1

HREYFING

Í lífsstílsþjálfun leggjum við áherslu á að byggja upp heilbrigðan og hraustan skrokk með skilvirkum æfingum og styrktarþjálfun.


Líkamsstöðugreiningar og styrktarmælingar hjálpa okkur síðan að varpa ljósi á ójafnvægi og veikleika í stoðkerfinu sem eykur líkur á meiðslum og stoðkerfisvandamálum.

 

Með réttum æfingum, áherslum og teygjum komum við líkamanum aftur í rétt jafnvægi og byggjum ofan á þann grunn aukinn styrk, þrek og almennt hreysti.

2

Næring

Mataræði snýst ekki aðeins um fjölda hitaeininga sem þú innbyrgðir heldur fyrst og fremst hversu mikla og góða næringu þú færð.


Í lífsstílsþjálfun lærum við að hámarka næringargildi mataræðisins og að tileinka okkur heilsusamlegt mataræði án öfga, kúra eða óþarfa átaka.


Áherslan er lögð á að mæta næringarþörfum þíns líkama, lágmarka næringarsnauð og unnin matvæli og hjálpa þér að finna þinn takt og jafnvægi í mataræðinu svo þú getir viðhaldið heilsusamlegu mataræði allann ársins hring í stað þess að vera sífellt í skammtíma átökum.

3

Svefn

Svefn er að mínu mati gríðarlega vanmetinn í nútíma samfélagi. Við gefum okkur almennt of lítið svigrúm fyrir nægilegan svefn ásamt því að huga allt of lítið af gæðum svefnsins.

 

Hlutir eins og óhófleg koffínneysla, gervibirta, nætursnarl og aðrar slæmar lífsstílsvenjur skerða svefngæðin okkar sem verður til þess að við erum sífellt orkulaus, þreytt, með skerta einbeitingu og langt frá því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

 

​Í lífsstílsþjálfun lærum við hvaða hlutir hafa neikvæð áhrif á svefninn og hvernig við getum komið okkur upp heilbrigðum svefnvenjum og hámarkað gæði svefnsins til að auka orku, vellíðan og afkasta meiru yfir daginn.​
 

4

Jafnvægi

Jafnvægi er límið sem heldur heilbrigðum lífsstíl saman.

Í lífsstílsþjálfun nota ég orðið "jafnvægi" sem ákveðið regnhlífarhugtak fyrir eftirfarandi: 

  • Draum - markmiðasetningu - venjur

  • Öndun - streitustjórnun - hugleiðslu

  • Andleg heilsa - hugarfar - félagssleg tengsl

Þessa hluti köfum við ofan í og nýtum, í skrefum, til að skipuleggja daglegt líf, vinna á streitu, bæta lífsgæði og hnýta saman aðrar uppfærslur á lífsstílnum okkar.

TÖKUM HEILSUNA
FÖSTUM
TÖKUM

Ef þú vilt taka lífsstílinn föstum tökum, auka orku, bæta  svefngæði, efla hreyfingu, styrkja stoðkerfið og vinna í heilsunni á heildrænan hátt.

 

Smelltu þá á hlekkinn hér að neðan og sæktu um í 360 Heilsu lífsstílsþjálfun!

bottom of page