top of page

Afhverju ættir þú að velja lífrænt?


  1. Ekkert skordýraeitur, illgresiseitur né sveppaeitur. ”Skordýraeitur eru efni sem er sprautað á matvæli til þess að drepa skordýr. Skordýraeitur eru "pesticides" á ensku, en í þeim flokki eru einnig illgresiseitur (e. weed killers, herbicides) og sveppaeitur (e. fungus killers, fungicides). Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur meðal annars stuðlað að myndun krabbameina, og þá sérstaklega brjóstakrabbamein og blöðruhálskyrtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Önnur efni sem við höfum fengið í vaxandi mæli í matvælum eru efni sem kallast hormónahermar (e. hormone mimics). Efni þessi líkja eftir virkni kvenkynshormóna og rugla starfsemi hormónakerfisins. Efni þessi hafa í vaxandi mæli verið notuð við framleiðslu á matvælum, til dæmis sem skordýraeitur.

  2. Ekkert erfðabreytt. Erfðabreytt matvæli hafa lítið verið rannsökuð en árs rannsókn sem var gerð á rottum sýndi fram á alvarleg tilfelli lifra og nýrnaskemmda, hormónatruflanir og þróun á æxlum og hækkun á dánartíðni.

  3. Meiri næring. Lífræn matvæli innihalda meiri næringu - vítamín, steinefni og ensími heldur en hefðbundinn matur. “The Journal of Alternative and Complementary Medicine” tóku saman 41 birtar rannsóknir sem báru saman næringargildi á lífrænni og hefðbundinni ræktun ávaxta, grænmeti og korni og komust að þeirri niðurstöðu að það finnst töluvert meira magn af vissum næringarefnum í lífrænum matvælum.

  4. Velferð dýra. Dýr sem alin eru upp á lífrænum býlum eru meðhöndluð á réttan hátt, gefið nóg pláss til að hreyfa sig, fá hollt og viðeigandi fóður sem er ekki hlaðið lyfjum og öðrum efnum.

  5. Minnkar mengun og verndar vatn og jarðveginn. Landbúnaðarefni, skordýraeitur og áburðir smita umhverfið okkar, eitra vatnslindir, og minnka frjósemi í jarðveginum. Lífrænir staðlar leyfa ekki notkun á eiturefnum í búskap.0 comments

Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page