Hvernig týpa ert þú?
Á þessari mynd má sjá hvernig hrörnun heilsu á sér stað þegar viðeigandi næringarskilyrðum einstaklings er ekki mætt.
Dr. Roger Williams sýndi fram á með víðtækum rannsóknum í bókinni sinni "Biochemical Individuality" að m.a. beinabygging, líffæra- og frumnastærð og önnur starfsemi mannslíkamans væri eins mismunandi og við erum mörg. Þetta bendir til þess að hugsanlega sé þörf á að endurskoða hvernig við lítum á mataræði. Það er alveg greinilegt að hingað til hefur okkur ekki gengið vel þar sem u.þ.b. 60% íslendinga eru í ofþyngd. Það er ekki nóg að borða bara hollann mat heldur skiptir máli að hver og einn sé með rétta samsetningu sem hentar þeirra líkama og þá er ég aðallega að tala um samsetningu kolvetna, fitu og próteins.
Á síðustu árum hafa augu læknavísinda opnast fyrir þeirri staðreynd að næring spilar gríðarlega stóru hlutverki bæði í baráttu gegn sjúkdómum og forvörnum þeirra og nú færast læknar nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma á byrjunarstigi með því að taka á mataræði fólks.
Með því að kynna sér bókina "nutrition and physical degeneration" eftir Dr.
Weston Price þar sem hann skrifar um ferðalag sitt um heiminn og rannsóknir á heilsufari fólks frá mismunandi stöðum í heiminum, má sjá bæði hvernig mismunandi samsetning mataræðis og mismunandi matur hefur áhrif á fólk og ekki síst hvað unninn sykur, hvítt hveiti og hefðbundið matarsalt (borðsalt) hefur hræðileg áhrif á heilsuna.
Almennt er hægt að flokka fólk sem annað hvort: "Prótein týpu" "Kolvetna týpu" eða "Blandaða týpu". Láttu endilega reyna á þetta með því að fá þér t.d. steik og smá salat (yfirgnæfandi próteinmáltíð) og sjáðu hvernig þér líður. Ef að þú ert stútfullur af orku og líður vel eftir máltíðina prófaðu því næst að fá þér t.d. pasta eða salat með litlu eða engu próteini né fitu (yfirgnæfandi kolvetnamáltíð). Ef að þú finnur fyrir lítilli orku eftir máltíðina, mikla svengd og jafnvel snarl eða sætuþörf að þá eru ágætis líkur á því að þú sért "prótein týpa" og ættir þar af leiðandi að halda próteinhlutföllum í meirihluta í hvert mál.
Comments