top of page

"Endurprógrömmuð" undirmeðvitund



Á meðan ég hlustaði á viðtal við Dr. Bruce Lipton í gærkvöldi þar sem hann talaði um hvernig eina leiðin til þess að “endurprógramma” undirmeðvitundina sé endurtekningar ( s.s endurtaka eitthvað þar til það verður að vana) þá áttaði ég mig á því að ég var búinn að taka multitasking upp á nýtt persónulegt level.

Á meðan ég hlustaði á þetta mjög svo áhugaverða viðtal var ég búinn að planta mér á gólfið með boltann minn til að nudda stífa brjóstvöðvana og á sama tíma hafði ég kippt “Travell & Simons” trigger point bókinni minni af hillunni og skimaði yfir myndir af trigger punktum í mismunandi vöðvum og prófaði mig áfram.

Þarna er þrennt í gangi sem er að stuðla að betri og bættri útgáfu af Rafni

Það sem mér fannst magnað var að þetta var algjörlega ómeðvitað hjá mér þar sem ég var hálfdáleiddur yfir þessu viðtali.

Það gleður mig þegar ég sé að með litlum vönum, endurtekningum og meðvituðum ákvörðunum er ég farinn að nýta tímann minn töluvert betur og þar af leiðandi afkasta meiru án þess að einu sinni fatta það.

Athugið það að þetta byrjaði allt með því að ég ákvað að hlusta frekar á viðtalið í staðinn fyrir að hlamma mér í sófann og kveikja á Shark Tank á Netflix.


Tilgangurinn með þessum pistil er ekki einungis til þess að monta mig heldur er skýr boðskapur til staðar ef vel er skoðað.

Fyrir áhugasama set ég viðtalið í viðhengi, það er aldrei að vita hvað gerist hjá ykkur.

Góðar stundir.



0 comments
Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page