Snakk, gos og nammi er allra meina bót
Hvað hugsar þú þegar ég segi að þú getir fengið þér snakk, nammi OG gos um helgar sem er ekki óhollt og jafnvel bara hollt?
Ég reyni að temja mér eftir bestu getu að setja ekki rusl ofan í líkamann minn, svo ég "vel vel" hvað ég set ofan í mig. Ég er samt eins og flestir aðrir að því leyti að mér finnst krúsjal að geta fengið mér stundum eitthvað "gotterí" um helgar. Þetta fékk mig til að hugsa hvað get ég fengið mér sem er hollt fyrir sálina OG líkamann.
Þar kemur helgarnammið hans Rafns inn:
Þegar það kemur að gosi drekk ég gjarnan gerjað te sem kallast "Kombucha" og er stútfullt af góðgerlum, ensímum, B og C vítamínum til að nefna brot af því sem þessi drykkur hefur upp á að bjóða. Fyrir utan það er hann ótrúlega bragðgóður, fæst í alls kyns bragðtegundum og er svo gott sem sykurlaus án þess að innihalda vott af gervisætuefnum. Hægt er að kaupa Kombucha í Gló og Hagkaup af því sem ég best veit og fyrir lengra komna er hægt að brugga þetta heima og eiga alltaf inn í ísskáp eins og ég geri.
Nammið mitt er einna helst 85% dökkt súkkulaði frá Green&Black's.
Það eru skiptar skoðanir á svona dökku súkkulaði en ég tel mig geta sagt það með fullri vissu að ef þér finnst mjólkursúkkulaði gott en ekki dökkt að þá er það vegna þess að þú hefur vanist því að borða of mikið af ofursætu ruslnammi, stútfullu af unnum hvítum sykri, trúðu mér, ég var þar sjálfur.
Súkkulaðið sem ég fæ mér í dag er alvöru súkkulaði og það besta við það er að nokkrir bitar af því eru yfirleitt meira en nóg.
Ef þú skoðar snakkdeildina í búðum vandlega kemstu að því að flestar snakktegundir eru gerðar úr 20-40 innihaldsefnum, misslæm en meirihlutinn rusl. Snakkið sem ég vel mér samanstendur af þremur. Maís/kartöflur, olía og sjávarsalt. Kartöfluflögurnar frá Biona Organic eru þar fremstar í flokki og eins og nafnið
gefur til kynna þá eru þær lífrænar. Biona snakkið fæst í Nettó. Hin tegundin er Popcorners með sjávarsalti.
Veljum skynsamlega um helgina. Þetta er win win situation ef þú spyrð mig :)
Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsinganna sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.
Comentários