Er þarmaflóran þín í standi?
Vissir þú að óheilbrigður meltingarvegur hefur gríðarleg áhrif á andlega vellíðan? 50% af dopamine framleiðslu líkamans og 90% af serotonin framleiðslu á sér stað í þarmaflórunni. Dopamine og serotonin eru taugaboðefni sem gegna meðal annars því hlutverki að veita okkur vellíðan svo þú getur ýmindað þér hvaða áhrif það hefur á andlega líðan ef þarmaflóran er ekki í eðlilegu standi.
Vissir þú að 70-80% af þeim ónæmisfrumum sem gera upp ónæmiskerfið má finna í þarmaflórunni? Með öðrum orðum: Léleg þarmaflóra, lélegt ónæmiskerfi.
Vissir þú að til þess að vera með eðlilega starfandi þarmaflóru þá þurfa að vera til staðar u.þ.b 85% af góðum bakteríum og 15% af slæmum bakteríum, en hjá mörgum í dag er það í raun akkurat öfugt?
Vissir þú að þegar þú tekur sýklalyf að þá drepur þú ALLAR bakteríur í þarmaflórunni?
Vissir þú að þegar þú borðar ekkert nema “dautt” ruslfæði (hvítt hveiti, nammi, snakk, gos, sykurdrykki, fæðubótarefni og próteinstykki, gerilsneyddar mjólkurvörur o.þ.h) að þá sveltir þú góðu bakteríurnar í þarmaflórunni og nærir þær slæmu?
Vissir þú að þegar það er ekki eðlilegt jafnvægi á þarmaflórunni að þá eykur það líkur á bólgum í meltingarveginum sem veldur þér ekki bara óþægindum heldur skerðir einnig upptöku á næringarefnum til líkamans og gerir líkamann næman fyrir alls kyns taugasjúkdómum og sjálfsónæmissjúkdómum (t.d. Liðagigt, MS, Chron’s)?
Vissir þú að þegar það eru bólgur í meltingarveginum að þá sendir líkaminn boð til heilans til að “slökkva” á djúpu kviðvöðvunum sem eykur líkur á meiðslahættu í æfingum til muna?
Vissir þú að slæmu bakteríurnar í þarmaflórunni senda skilaboð til heilans sem býr til löngun í ruslfæði sem nærir þær og býr þ.a.l til enn frekari bólgur í meltingaveginum?
Vissir þú að þetta er einungis brot af því sem á sér stað í meltingaveginum svo þú getur rétt ímyndað þér hvað fleira á sér stað þegar þú hlustar ekki á líkamann og nærir hann ekki með hollum og góðum mat?
Þú hugsar eflaust: “Hvað er þetta, ég er búinn að borða skyndibita, nammi, gos og allt þetta drasl frá því ég man eftir mér og nú enn á lífi” En ef þú hugsar aðeins út í þá staðreynd að frá upphafi tímans hafa aldrei verið til fleiri læknar, aldrei betri læknavísindi, aldrei betri tækni, aldrei fleiri sjúkraþjálfarar, aldrei fleiri einkaþjálfarar og aldrei fleira heilbrigðisstarfsfólk heldur en í dag, en á sama tíma hefur aldrei verið jafn há sjúkdómatíðni?
Hvernig má þetta eiginlega vera? Ef það væru nú engir læknar í dag til að keppast við það að bæla niður óheilbrigðu lifnaðarhætti okkar sem virðast versna með hverju árinu getur þú ýmindað þér hvernig ástandið væri?
Við skulum ekki vera það barnaleg í hugsun að halda að allur skyndibiti, gos, snakk, nammi, sykur, unninn matur og allt það rusl sem við látum ofan í okkur hafi ekki meiri áhrif á líkamann en það að hann fitni aðeins. Það sem við borðum verður að okkur, hver einasta fruma líkamans nærist á því sem við látum ofan í hann. Ef ég væri þú að þá myndi ég vanda valið.
Þetta á ekki að snúast um þann yfirborðskennda hugsunarhátt að borða hollt til að vera með flatann maga eða six pack þetta á að snúast um að vera heilbrigður og stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan.
Á myndinni hér að neðan má sjá nokkur af þeim mörgu matvælum sem stuðla að heilbrigðri þarmaflóru.
Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsinganna sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.
Comments