top of page

Dónalega hollir og skuggalega góðir súkkulaðibitar - UppskriftÞessi súkkulaði stykki eru skuggalega góð og á sama alveg dónalega holl, þetta vissi ég ekki að væri hægt.

Það tekur svo stuttann tíma að gera þessa uppskrift að það tekur því eiginlega ekki að gera hana ekki.

1/2 bolli kókosolía (brædd) 1/4 bolli hnetusmjör 1/4 bolli cacao (ekki cocoa) duft 1 matskeið lífrænt matcha duft (fæst í hagkaup t.d.) 3 matskeiðar hreint hlynsýróp 1 teskeið vanilludropar 1/8 teskeið sjávarsalt 1 bolli puffed oats frá rude health (fæst í hagkaup)

Hrærðu öllu saman þar til vel blandað, settu í einhverskonar form með bökunarpappír undir og frystu í 25 mín, flóknara er það ekki.


0 comments

Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page