top of page

Ekki láta plata þig í kæfukaupum!

Writer: Rafn Franklin JohnsonRafn Franklin Johnson

Ég fæ mér stundum kæfu.

Ég er eflaust einn af þeim fáu sem borða kæfuna ennþá, en það er svo sem ekki í frásögur færandi heldur er það eitt við kæfukaupin mín sem fer verulega í taugarnar á mér.

Þetta á einnig við um mörg önnur matvæli en ég ætla að nota kæfuna sem dæmi í þetta skipti.

Hér á myndunum að neðan er innihaldslýsing úr tveimur tegundum af kæfum, nákvæmlega eins kæfur fyrir utan nokkur “smá”atriði. Önnur tegundin stimplar sig sem “gömlu góðu kæfuna” og innihaldið er einfalt: Lambakjöt, kjötsoð og krydd (laukduft, salt og pipar), hollt og gott.


Ekki er sömu söguna að segja hinsvegar með hina kæfuna. Hún er sneisafull af allskonar óþarfa RUSLI sem virðist, af því sem ég best veit, ekki hafa ein einustu jákvæðu áhrif á hana.

Maltódextrín (unnið hvítt ruslduft), sykur, bragðefni, og karmella stóð uppúr þegar ég skoðaði pakkninguna.


Ég held að flestir geti verið sammála um það að ekkert af þessum efnum gerir neinum neitt gott.

Afhverju þarf að troða þessu drasli í vörur?

Það er augljóslega ekki nauðsyn þar sem “gamla góða” kæfan er bæði jafn bragðgóð og endist alveg jafn lengi á hillunni og nammikæfan. Þurfum við ekki að taka nokkur skref aftur á bak og taka aftur upp “gömlu góðu” hlutina..

Eins og einhver sagði: “If it aint broke, dont fix it”


Góðar stundir.

 

Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsingana sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.


Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

CERT_Black_Small (1).gif
FNL_DI-completion-badge.png
CHEK Licensed_professional.jpg

Hafðu samband!
rafn@360heilsa.is

-
Álfheimar 74

104 Reykjavík, Ísland

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page