top of page

Ert þú fíkill?


Þegar þú hugsar um orðið "fíkill" þá hugsar þú eflaust um einhvern sem er á kafi í eiturlyfjum eða einhvern sem á við áfengis vandamál að stríða. En hefur þú hugsað út í það hvort þú sért fíkill? Dr. Gabor Maté er læknir sem sérhæfir sig í taugafræði, geðfræði og sálfræði. Þetta er hans skilgreining á fíkn: "Fíkn er sú hegðun þar sem einstaklingur finnur fyrir löngun, upplifir tímabundna ánægju eða létti, en hættir ekki þeirri hegðun þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar" Lestu þetta einu sinni enn! Fíkn getur verið hvaða hegðun sem er. (Fylltu inn í eyðurnar það sem á við um þig) "Mig langar ótrúlega að ________________, ég bara get ekki hætt að _______________". Þetta er eitt dæmi um fíkn. Þá spyr ég: Hvað finnst þér þessi fíkn gefa þér? Ef þú svarar þessari spurningu hreinskilnislega kemstu að því að fíknin sjálf er ekki vandamálið. Sálfræðingurinn Jerry Wesch sagði: "When you have a big enough dream, you dont need a crisis" Flest fólk þarf einhvers konar krísur eins og til dæmis að:

  • Fitna allt of mikið

  • Fá of háan blóðþrýsting

  • Eyðileggja í sér tennurnar

  • Þróa með sér sjúkdóm

​​Til þess að átta sig á því að það þurfi að hugsa um sig sjálft.

Finndu drauminn þinn Þegar þú ráfar bara í gegnum lífið með enga stefnu, þá hefur þú ekki drifkraftinn til þess að setja þér markmið sem munu færa þig áfram í lífinu, nær draumnum þínum þar sem það er enginn staður til að stefna á. Þessi skortur á meðvitund verður oft til þess að þú sækir ósjálfrátt í skammtíma ánægjutilfinningu úr öllum áttum til þess að fylla upp í tómarúmið sem er til staðar. Þegar þú ert með nógu skýra stefnu í lífinu þá þarftu ekki krísu til að taka lífið þitt í gegn.

Hefur þú, samkvæmt skilgreiningunni hans Gabor Maté, tekið eftir hegðunarmynstri hjá þér sem gefur til kynna að um fíkn sé að ræða?

Hvaða tómarúm er þessi fíkn að fylla upp í?

Hver er draumurinn þinn? Hvernig mun góð heilsa hjálpa þér að uppfylla drauminn þinn?

​Spurðu þig þessara spurninga og kafaðu dýpra til þess að kynnast sjálfum þér betur og með því, finna meiri hamingju og velgengni.


 

Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsingana sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.


0 comments

Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page