Vitleysan við að telja kaloríur
Flestir sem að telja ofan í sig kaloríur eða orkuefni halda eflaust að þeir séu að fara eftir hárnákvæmum vísindum. Það mun því eflaust koma þér verulega á óvart þegar ég segi þér að það er alveg hrikalega ónákvæmt. Ekki misskilja mig samt, "kaloríur inn - kaloríur út" módelið sem slíkt er gott og gilt. Ef þú borðar meira af kaloríum en þú brennir þá fitnar þú, ef þú borðar minna af kaloríum en þú brennir þá grennist þú. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara ekki svona einfalt.
Hér að neðan eru 5 ástæður sem gefa þér hugmynd um afhverju talning á kaloríum er alls ekki tímans virði til þess að komast í betra form.
Kaloríufjöldinn sem þú sérð á matarpakkningum er meðaltal Rannsóknir hafa sýnt að raunverulegur kaloríufjöldi er yfirleitt töluvert lægri eða hærri heldur en stendur á pakkningum. 1 meðalstórt epli er á milli 83 - 116kcal 170gr nautalund er á milli 323 - 506kcal 1 stór sæt kartafla er á milli 231 - 705kcal Þú sérð að þú gætir verið að borða mörg hundruð kaloríum meira eða minna en þú heldur yfir daginn. Fyrirtæki notast við nokkrar mismunandi leiðir til að reikna kaloríufjölda og matvælaeftirlitið leyfir því ónákvæmni upp að 20%. 150kcal sem dæmi eru því í raun 130-180kcal.
Líkaminn tekur ekki upp alla þá orku sem þú borðar Þú meltir ekki allan þann mat sem þú borðar. Meltingarkerfið er flókið fyrirbæri og það eru margir þættir sem að spila inn í hversu vel þú meltir mismunandi mat. Rannsóknir sýna að um það bil 98% af kaloríum frá kolvetnum meltast, 95% af fitu og aðeins 92% af próteini. Þessar tölur lækka enn frekar því verra ástandi sem meltingin er í.
Matreiðsla hefur áhrif á kaloríu upptöku Almennt ef þú hitar mat þá eykst upptakan á kaloríum. Þetta á einnig við um ef þú saxar mat niður eða setur hann í blandara. Meðalstór hrá kartafla = 101kcal - Bökuð = 193kcal Hrátt egg = 47kcal - Harðsoðið = 74kcal
Upptaka einstaklinga á kaloríum er gríðarlega breytileg Bakteríurnar í þarmaflóru fólks geta haft áhrif á hversu mikil upptakan á kaloríum verður. Rannsóknir hafa sýnt að fólk með meira magn af "Firmicutes" bakteríum í þarmaflórunni melta að meðaltali 150kcal meira á dag heldur en fólk með meira magn af "Bacteroidetes" bakteríum.
Fólk er almennt ekki mjög nákvæmt þegar það mælir skammtastærðir 1 yfirfull matskeið af hnetusmjöri getur verið hátt í 100kcal meira heldur en 1 slétt matskeið. 1 yfirfull matskeið af ólífuolíu getur verið hátt í 120kcal meira heldur en 1 slétt matskeið.
Eins og má sjá þá er kannski betra fyrir þig að eyða tímanum í aðra hluti heldur en að reikna það sem þú setur ofan í þig, sérstaklega þegar skekkjumörkin ná allt að 25%. Hvernig væri frekar að búa til heilbrigt samband við mat. Breyttu hugarfarinu þínu. Í stað þess að hugsa hversu mörgum kaloríum þú þarft að borða eða brenna til þess að léttast, hugsaðu frekar: "Hvað vil ég setja ofan í líkamann minn svo starfsemi hans, heilsa og vellíðan verði sem best". Í lok dags, þá er það sem skiptir mestu máli ;)
Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsingana sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.
ความคิดเห็น