top of page

Erum við að missa tökin á heilbrigði?


Ég fæ reglulega fólk til mín, vana sem óvana, konur og karla, sem spyrja mig í fyrsta tíma: "Ætti ég síðan ekki að fara að taka eitthvað próteinduft eða "pre-workout, svona fyrst ég er farinn að taka á því"? Hvert erum við eiginlega komin? Ekki nóg með það að íþróttamenn falli fyrir þeirri vitleysu að þeir þurfi þennan gerviefnakokteil til þess að ná árangri, þá er fólk sem mætir í líkamsrækt til þess að rækta heilsu farið að trúa því að þetta sé nauðsynlegur stimpill í leiðangrinum að bættum árangri og heilsu. Af hverju ætli þetta sé? Út frá mínu sjónarhorni: Blekkjandi skilaboð markaðssetningar, peningagræðgi og lélegar fyrirmyndir.

Fæðubótaefnabransanum hefur tekist að búa til jafnstóra lygi og "fat-free" æðið sem ennþá er verið að reyna að leiðrétta í dag, að verða 40 árum síðar.

Ég sé mjög reglulega fólk grípa sér próteinstykki og Nocco eða Amino Energy drykk eftir æfingar. Eða með öðrum orðum þá sé ég fólk grípa sér næringarsnautt gervi-duft-súkkulaðistykki með örvandi gervi-gos-nammidrykk eftir æfingar. Er þetta virkilega næringin sem fólk lætur ofan í sig eftir líkamsrækt? Hvað er eiginlega í gangi? Svo er markaðssett þetta drasl sem "íþróttafæði". Ekki nóg með það að þú fáir gervinammið alla virka daga eftir æfingar og jafnvel líka sem millimál, þá má heldur ekki sleppa helgarnamminu. Þar kemur "alvöru nammið". Um helgina labbaði ég fram hjá nammibarnum í Hagkaup sem leit út eins og stríðssvæði. Þar var TROÐfullt, nammi útum allt gólf, fólkið þrammandi um, slefandi eins og uppvakningar með risa skóflur að stútfylla poka af því sem er í besta falli óþverri.

  • Tilraunastofu sykursýróp

  • Krabbameinsvaldandi litarefni

  • Rakaefni

  • Ýruefni

  • Bindiefni

  • Bragðefni

  • Húðunarefni

  • Unnar grænmetisolíur

Þetta eru nokkur af efnunum sem þú finnur gjarnan í hefðbundnu nammi.

Ekki nóg með það þá er troðið þessum efnum, unnum sykri OG gervisykri í matinn okkar líka. Til að nefna er skyr og aðrar bragðbættar mjólkurvörur eiginlega komnar í flokk eftirrétta það er svo mikið af sykri, gervisykri og bragðefnum í þeim. Það er meira að segja bætt þessu í mjólkina hjá nýfæddum ungabörnum. Þú finnur unninn sykur í NAN1 ungbarnaformúlunni frá Nestlé. Meirihlutinn af "mat"vörum í verslunum í dag ætti í raun ekki að flokkast sem matur. Þetta eru bara vörur sem líkjast mat. Normið er komið á þann stað að við skiptumst á að borða sykur, gervisykur og vörur sem líkjast mat. Síðan fyllum við upp í eyðurnar með "hollustu" dufti, orkudufti og gervi vítamínum í pilluformi. Svo klórum við okkur í hausnum yfir því af hverju við erum með feitustu þjóðum í Evrópu og af hverju sjúkdómatíðni hækkar með hverju árinu sem líður. Að ætla að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl en borða samt gervinammi virka daga og alvöru nammi "bara um helgar" er GALIÐ. Meirihlutinn af þessum efnum eru EITUR og það ætti að meðhöndla þau sem slíkt. Ef þér er virkilega annt um líkamann þinn og heilbrigði þá finnur þú aðrar leiðir. Það er um marga aðra miklu hollari valkosti að velja þegar kemur að góðgæti. Taktu meðvitaðar ákvarðanir með hvað þú setur ofan í þig.

Sjá tvö dæmi um góðgæti hér að neðan:

 

Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsingana sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.


0 comments
Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page