Pizzakvöld
- Rafn Franklin Johnson
- Jan 11, 2019
- 1 min read
Ákveðin hefð hefur myndast á föstudögum á mínu heimili sem kallast "pizzakvöld".
Þetta er yfirleitt mikið tilhlökkunarefni þar sem við "hjónin" höfum vandlega þróað hina fullkomnu pizzu yfir nokkurra mánaða skeið og matmálstíminn samanstendur yfirleitt af kertaljósum, góðri tónlist og jafnvel einni vel valinni lífrænni rauðvín.
Hér er uppskriftin af þessum herlegheitum:
Deig: 2 valmöguleikar
2,5 bollar Marino Maulino hveiti (steinmalað lífrænt ítalskt hveiti, fæst í Frú Laugu)
1 tsk Sjávarsalt
1/2 tsk ger
1/3 bolli ólífuolía
1 bolli kalt vatn
Eða
Tilbúið sykurlaust súrdeig frá íslensku flatbökunni, coocoo's nest eða jóa fel.
Aðferð:
Gerðu botninn klárann
Bræddu hreint smjör í potti, bættu oregano (magn eftir smekk), kreistu 2-4 hvítlauksrif út í og pennslaðu blöndunni yfir botninn
Stráðu yfir pizzuna hreinum rifnum mozzarella ost
Hentu pizzunni inn í ofn (ég nota grillið úti með stál-pizzaplötu undir)
Gerðu eftirfarandi klárt og hafðu ferskt í skál á borðinu eins og sjá má á myndinni: Kirsuberjatómata, litlar mozzarella kúlur, ferska basiliku, klettasalat og furuhnetur.
Þegar pizzan kemur úr ofninum/grillinu stráiru yfir hana sjávarsalti, skerð í sneiðar og hver og einn setur á meðlætið í eftirfarandi röð (afar mikilvægt!):
Basilika
Klettasalat
Kirsuberjatómata
Mozzarellakúlur
Furuhnetur
Hvítlauksolíu (val)

Gleðilegan föstudag!
Comments