top of page

Er gallblaðran farin?


Er búið að fjarlægja gallblöðruna úr þér eða einhverjum sem þú þekkir?

Þá ættir þú tvímælalaust að íhuga að taka inn gallsölt!

Þegar gallblaðra er fjarlægð þá skerðist gríðarlega geta líkamans til að nýta fitu úr mataræðinu.

Gall er nefnilega það sem leysir upp fituna svo líkaminn geti nýtt hana (á svipaðan hátt og sápa leysir upp olíudropa í vatni).

Gall er mjög mikilvægt upp á almennilega upptöku á fituleysanlegum vítamínum (A, E, D, K), jöfnun blóðsykurs, eðlilega starfandi meltingu o.fl.

Einnig eru vísbendingar sem benda til þess að gall hafi bakteríudrepandi áhrif og kemur því í veg fyrir bakteríu ofvöxt í smáþörmum eða það sem kallast Small Intestinal Bacterial Overgrowth eða "S.I.B.O” á ensku.

Án gallblöðru þá dropar gall stanslaust niður í smáþarmana og því yfirleitt ekki nógu mikið til að vinna úr fituríkri máltíð. Þetta verður til þess að fitan "rennur bara beint í gegn".

Til að koma í veg fyrir þetta getur verið ráðlegt að taka inn gallsölt sem fæðubót.

Ég mæli sérstaklega með Super Enzymes frá NOW.

Super Enzymes inniheldur gallsölt og einnig meltingarensím sem styðja við meltingu og hjálpa við betri upptöku á næringarefnum.


 

*Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsinganna sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.


0 comments

Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page