top of page

"Ef einhver kallar þig asna þá líður þér ekki eins og asna nema þú sért sammála"Nýverið las ég bók, sem er ekki í frásögur færandi nema það að þetta var með þeim áhugaverðari bókum sem ég hef lesið. Bók sem kveikti á mörgum ljósaperum í hausnum á mér. Einn kafli í bókinni vakti hjá mér mikla athygli en kaflinn hét "Fyrirgefning er fyrsta skrefið". Í fljótu bragði hljómar þetta kannski eins og vers úr nýja testamentinu en kaflinn tók snúning sem ég átti ekki von á. Punktur kaflans var nefnilega sá að þú getur aðeins fyrirgefið sjálfum þér. Ertu að klóra þér í hausnum?  Leyfðu mér að útskýra með stuttum skrifum úr kaflanum: "Okkur er kennt í gegnum samfélagshefðir og menninguna að fyrirgefningin virki einhvern vegin svona:


  1. Maður út í bæ gerir á minn hlut og særir mig.

  2. Ef ég er gramur held ég áfram og hugsa illa til hans og það viðheldur sárinu og eykur jafnvel við það.

  3. Ef ég er hinsvegar göfugur maður hugsa ég: "Ég fyrirgef þessum manni og sleppi tökunum á því sem hann gerði mér.” Ég býð honum jafnvel í kaffi og lýsi þessu yfir: “Ég fyrirgef þér”

Hvert er eðli þessarar atburðarásar? Í fyrsta lagi hef ég tekið mér stöðu sem dómari yfir hegðun mannsins: “Ég hef rétt fyrir mér, þú hefur rangt fyrir þér.” Í öðru lagi hef ég tekið mér stöðu sem fórnarlamb: “Þú varst vondur við mig, særðir mig og lést mér líða illa“. Í þriðja lagi hef ég tekið mér stöðu sem göfugri maður en hann eða hún: “Ég í mínu valdi, fyrirgef þér fyrir þína röngu hegðun.” Þetta er, þegar öllu er á botninn hvolft, bæði valdlaust og hrokafullt og í algerri andstöðu við þá staðreynd að enginn ræður yfir þinni líðan nema þú. Ef einhver kallar þig asna þá líður þér ekki eins og asna nema þú sért sammála. Það getur enginn annar viðurkennt þig eða hafnað þér. Allar hugmyndir um slíkt eru blekkingar.” Höfundur bókarinnar er lífsspekúlantinn og heilsufrömuðurinn Guðni Gunnarsson og bókin heitir "Máttur Hjartans”. Í þætti #22 spjallaði ég við Guðna um fyrirgefninguna, hvernig þú lærir að “vilja þig”, af hverju við setjum okkur í fórnarlambshlutverk og höfnum okkur sjálfum og margt fleira!

 

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér!


  • Hlustaðu á þáttinn hér á iTunes

  • Hlustaðu á þáttinn hér á Spotify

Ekki gleyma að ýta á SUBSCRIBE!

 

Samstarfsaðilar þáttarins:

www.sportvorur.is Ef þig langar að bæta árangur þinn í íþróttum og endurheimt þá mæli ég hiklaust með "compression" fatnaðinum "2XU" frá Sportvörum. 2XU eru fremstir í flokki þegar kemur að compression fatnaði og hafa sýnt fram á það vísindalega hversu skilvirkar þeirra vörur eru til að hámarka afköst í íþróttum og endurheimt. Ekki er síðan verra að líta glæsilega út á meðan.

www.purenatura.is - Kóði: "360heilsa" f. 25% afslátt Lifur er ein mesta ofurfæða sem fyrirfinnst. Vanmetin ofurfæða að mínu mati. Nánast hvergi annarsstaðar kemstu í ríkari uppsprettu af næringarefnum eins og A og B vítamínum, járni, kopar, choline og fleiri efnum sem eru okkur nauðsynleg. Hjá Pure Natura getur þú fengið lifur og annars konar innmat þurrkaðan í töfluformi.

0 comments

Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page