top of page

Hverju á maður eiginlega að trúa?

Eins og þú eflaust veist kæri lesandi, þá er það ekki endilega vænlegt til bættrar heilsu að forðast fitur í mataræðinu. Ég veit hvað þetta getur verið ruglandi. Í gær þótti fitan mannsins versti óvinur en í dag besti vinur. Hvað gerist á morgun og hverju á maður eiginlega að trúa? Málið er að fita hefur aldrei verið óholl. Þetta er bara allt einn stór misskilningur... Fitur eru okkur nauðsynlegar. Þær gefa okkur góða orku, styðja við vöxt frumna, vernda líffærin okkar, hjálpa okkur að taka upp ákveðin næringarefni betur og framleiða mikilvæg hormón. Hugsaðu út í það... Ef við setjum rökhugsunarhjálminn á, þá "meikar engan sens" að fitur sem koma beint frá náttúrunnar hendi séu óhollar og "slæmt" orkuefni á meðan hin tvö orkuefnin (prótein og kolvetni) séu holl og góð. Er ekki líklegra að náttúran hafi skapað öll þrjú orkuefnin til að þjóna okkur á einhvern hátt og hjálpa okkur að lifa okkar heilbrigðasta lífi? Eins og ég sé það, þá byrja vandamálin að rísa þegar við mannfólkið förum að malla of mikið í náttúrunni. Þegar við fórum að mala heilkorn niður í örfínt hvítt hveiti sem keyrir upp blóðsykurinn og stíflar í okkur meltinguna. Þegar við fórum að hávinna sykurreyr, leggja hann í klór og breyta honum í hvítan sykur sem setur líkamann í ójafnvægi og rænir frá honum mikilvægum næringarefnum. Eða þegar við tókum viðkvæmar hollar fitur, geymdar í sínu náttúrulega matarformi, og pressuðum þær ofan í flöskur með vélabúnaði, leysiefnum og lyktareyðandi efnum. Það er misskilningur að setja sykur og hvítt hveiti undir sama "kolvetna" hatt og grænmeti og ávexti. Alveg eins og það er misskilningur að setja unnar grænmetisolíur og transfitur undir sama hatt og hollar fitur sem finnast náttúrulega í mat. Unnar grænmetisolíur eru mannsins versti óvinur og hafa alltaf verið frá því þær komu á markað fyrir rétt tæplega 100 árum. Á svipuðum tíma og tíðni lífsstílssjúkdóma byrjaði að rísa lóðrétt upp á við. En hvaða olíur eru unnar grænmetisolíur og af hverju nákvæmlega eru þær svona slæmar? Þú getur hlustað á þáttinn hér að neðan þar sem ég fer yfir heilsuþjófana þrjá, þar á meðal unnar grænmetisolíur og hvítan sykur!


  • Hlustaðu á þáttinn hér á iTunes

  • Hlustaðu á þáttinn hér á Spotify

Ekki gleyma að ýta á SUBSCRIBE!

 

Samstarfsaðilar þáttarins:

www.sportvorur.is Ef þú ert að íhuga hlaup og vantar góða hlaupaskó, þá mæli ég hiklaust með ON hlaupaskónum hjá Sportvörum. Einir flottustu hlaupaskór á markaðnum sem eru í uppáhaldi hjá yfir 5 milljón hlaupurum um allann heim.

www.purenatura.is - Kóði: "360heilsa" f. 25% afslátt Lifur er ein mesta ofurfæða sem fyrirfinnst. Vanmetin ofurfæða að mínu mati. Nánast hvergi annarsstaðar kemstu í ríkari uppsprettu af næringarefnum eins og A og B vítamínum, járni, kopar, choline og fleiri efnum sem eru okkur nauðsynleg. Hjá Pure Natura getur þú fengið lifur og annars konar innmat þurrkaðan í töfluformi.

0 comments
Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page