top of page

Indverskur keto/paleo fiskréttur á 10 mínútum

Þrátt fyrir þokkalegan áhuga á eldamennsku, þá er fátt sem mér finnst leiðinlegra heldur en að fara eftir uppskriftum. Ég er improviser í eldhúsinu. Rebel kokkur. Ég opna ískápinn og matarskúffur, sé hvaða hráefni eru til og framhaldið snýst um nýsköpun, list. En eins og flestum listamönnum er eflaust kunnugt, þá eiga sum verkin heima upp á vegg en önnur í tunnu. Það sama á við um mína list, en eftir því sem tíminn líður, hefur þeim máltíðum sem eiga heima í tunnu fækkað mikið. Maður lærir á leikinn. Þetta kvöldið kallaði á mig, þá sjaldan, þessi indverski bragur. Mig langaði að gera eitthvað sniðugt úr hvítum óspennandi frosnum þorsk úr frystinum. Ég slökkti á huganum og leyfði réttinum að koma til mín. Eftirfarandi er útkoman:

 • góð klípa af smjöri á pönnu.

 • Þorskur á pönnuna.

 • Kókosmjólk - ein ferna.

 • Tómatpúrra - 1 yfirfull tsk.

 • Pressaður hvítlaukur - 2-3 rif

 • Saxaðar möndlur - Ég notaði spíraðar möndlur.

Magn eftir smekk af eftirfarandi (smakkið ykkur áfram)

 • Rifið engifer

 • Cayenne pipar

 • Túrmerik

 • Papríkuduft

 • Taandori krydd

 • Salt og pipar

Steinselja og lime yfir, verði þér að góðu.


Indverskur keto/paleo fiskréttur

0 comments

Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page