top of page

Höfnum skyndilausnum og matarkúrum!

 

Stefnum að viðvarandi árangri með lífsstílsbreytingum þar sem heilsan er í fyrirrúmi.

Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi hefur alla tíð verið heltekinn af mat og næringu en framan af ekki endilega á svo jákvæðan hátt. Heilsuferðalag hans hefur flutt hann úr hlutverki sófakartöflunnar á unglingsaldri, með viðkomu í kraftlyftingum og tilheyrandi magnáti, yfir í lífsstíl sem einkennist af öfgalausu, hreinu og hollu mataræði, jafnvægi og heilbrigði.

 

Á þeirri vegferð hefur Rafn viðað að sér yfirgripsmikilli þekkingu og sökkt sér ofan í rannsóknir í næringafræði auk þess að kynna sér mataræði mannsins í gegnum árþúsundin og hvað við getum lært af forfeðrum okkar. Þeirri þekkingu miðlar hann í þessari bók á einstaklega áhugaverðan hátt.

 

Rafn leiðir lesendur á markvissan hátt í gegnum fimm skref til að umbreyta mataræðinu og fullyrðir að það muni umbylta lífi þeirra og byggja upp langvarandi heilbrigði, auk þess sem markmið flestra um að vera í kjörþyngd sé sjálfgefin hliðarverkun þess.

 

Girnilegar, heilnæmar uppskriftir fylgja.

 

„Ég mæli heilshugar með ráðleggingum Rafns sem eru byggðar á viðamikilli yfirlegu, tilraunum sem hann hefur framkvæmt á eigin skinni og umfram allt mikilli ástríðu fyrir viðfangsefninu.“

- Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður

 

„Rafn hefur með miklum lestri öðlast mikinn skilning og þekkingu á raunverulegum grunni góðar heilsu.“

- Una Emilsdóttir, læknir

Borðum betur - Fimm skref til langvarandi lífsstílsbreytinga

5.990krPrice
Out of Stock
Product Page: Stores_Product_Widget
bottom of page