top of page

 

 • Vaknar þú oft þreytt/ur? Þrátt fyrir að hafa sofið ágætlega?
 • Átt þú oft í erfiðleikum með að sofna á kvöldin?
 • Ert þú að vakna á nóttunni og átt erfitt með að sofna aftur?
 • Hrýtur þú?
 • Vaknar þú reglulega til að fara á klósettið á nóttunni?
   

Ef svarið er "já" við eitthvað af þessum spurningum, þá er þetta netnámskeið klárlega fyrir þig. 

Eftir að hafa glímt við hrotur, kæfisvefn og skert svefngæði í mörg ár, komst ég að því að "svefn" er ekki það sama og "svefn". Ég var þessi sem svaf alveg eins og steinn, átti aldrei í vandræðum með að sofna og gat sofið endalaust. Á sama tíma var ég yfirleitt dauðþreyttur, orkulaus, með þokukennda hugsun, skerta einbeitingu og tilfinningu eins og lappirnar á mér væru þungir sandpokar... Þetta var ástandið þrátt fyrir að fá oft jafnvel 8 klst svefn.

Vandamálið hjá mér var að svefngæðin mín voru hræðileg.

Á seinustu árum hef ég kynnt mér og tileinkað mér aðferðir til að hámarka gæði svefnsins og afleiðingarnar eru þær að í dag hrýt ég ekki lengur þegar ég sef, ég er ekki lengur með kæfisvefn og ég hef tvöfaldað magnið af djúpsvefn sem ég fæ á nóttunni.
Ég vakna í dag endurnærður á morgnanna, með jafna orku yfir daginn og skýr í hausnum. 

Á þessu netnámskeiði deili ég öllu því helsta sem ég hef lært og nota til að tryggja hámarks svefngæði og góða svefnrútínu.

 

Það frábæra við þetta netnámskeið er að það er sett upp þannig að þú færð aðgang að öllum gögnunum í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann og getur því farið í gegnum námskeiðið á þínum eigin hraða, hvenær sem þér hentar!

 

Sofðu rótt í nótt

4.900krPrice
 •  

  • Tvö myndskeið um allt það helsta sem tengist svefni og svefngæðum
  • 13 megin reglur til að hámarka svefn og svefngæði
  • Skilvirkar lausnir við hrotum
  • Ráð til að lágmarka skaðann eftir svefnlausar nætur
  • Ráð við langtíma svefnleysi (insomnia)
  • Náttúruleg fæðubótarefni sem geta stuðlað að bættum svefni
Product Page: Stores_Product_Widget
bottom of page