top of page

-360 heilsa-
4 vikna netnámskeið

DSC07231.jpg

Gerðu góða heilsu að langvarandi lífsstíl!

Á þessu 4 vikna námskeiði ætla ég að kortleggja fyrir þig
á viðráðanlegan máta
réttu skrefin að bættum lífsstíl og betra líkamsformi.

Við setjum okkur skýr markmið, tökum til í mataræðinu, bætum inn reglulegri hreyfingu, uppfærum svefngæðin og lærum ýmis einföld ráð sem hjálpa þér að ná hraðari og betri árangri.

Sjáðu hvað aðrir hafa að segja um námskeiðið!

Umsagnir frá þáttakendum

"Ég er svo ánægð að hafa drifið mig á þetta námskeið.
Frábært aðhald að fá vikulegar áskoranir sem halda manni við efnið, skemmtilegir fyrirlestrar og daglegir póstar sem gefa mér reglulega spark í rassinn. 

Akkúrat aðhaldið sem ég þurfti!"

Frábært námskeið hjá Rafni, mikill og góður fróðleikur, æfingar sem er auðvelt að gera heima hjá sér og lengd æfinga hæfileg (er ca. 30 mínútur), þannig að það er engin afsökun fyrir því að sleppa æfingum!

Rafn hittir naglann á höfuðið.
Engar öfgar eða leynitrix bara hreinn og beinn sannleikur. Fyrirmæli sem hægt er að fylgja og gera að lífsvenjum.
Rafn er búinn að bjarga minni heilsu.
#TakkRafn

Þetta námskeið er bara rosalega gott. Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Fyrirlestrarnir fræðandi og uppbyggilegir. Rafn alltaf snöggur að svara ef ég sendi á hann spurningu og lætur mann finna að hann er ekki bara að reyna að græða á þessu heldur hugsar vel um einstaklinginn sem hann er að þjálfa.

Takk fyrir frábært aðhald með daglegum póstum og mjög áhugaverðum og gagnlegum fyrirlestrum. Skín í gegn hversu áhugasamur þjálfarinn er um að bæta heilsu þátttakenda. Aðgengilegt app sem auðvelt er að nota. Klárlega besta netnámskeið sem ég hef keypt.

Umsagnir

Hvað er innifalið í námskeiðinu?

 • Vikulegir netfyrirlestrar um heilsu

  • Draumur - Markmið - Vanar

  • Betri öndun - Betri heilsa

  • Sofðu rótt í nótt

  • Heilsa sem langvarandi lífsstíll

 • Kröftugt æfingakerfi
  • Æfingar sem hægt er að framkvæma hvar sem er og auðvelt að aðlaga að getu hvers og eins
  • Teygjur og upphitunaræfingar

  • "Foam Roll" æfingar

 • Vikulegar áskoranir og fræðsla tengd mataræði

 • Haugur af heilsusamlegum uppskriftum

 • Daglegir póstar og hvatning frá mér til þín!

 • Einkaspjallþráður þar sem öllum þínum
  spurningum er svarað

IMG_2642.jpg

Næsta námskeið hefst á mánudaginn!

Takmarkaður fjöldi sæta í boði!

 36.990kr 

- 100% ÁNÆGJUTRYGGING -
Ef þú finnur að þetta námskeið hentar þér ekki eftir fyrstu vikuna
getur þú fengið 100% endurgreiðslu.

Algengar spurningar
um námskeiðið

 1. Er námskeiðið einstaklingsmiðað?
  Námskeiðið er hannað til að kenna þér að aðlaga jákvæðar lífsstílsvenjur að þínum núverandi lífsstíl. Ég fylgist með þér alla leið og er alltaf reiðubúinn til að svara öllum spurningum sem þú gætir haft varðandi ferlið eða hverju sem er tengt námskeiðinu.


   

 2. Ég er algjör byrjandi og hef enga reynslu í æfingum né mataræði eða slíku, er þetta námskeið fyrir mig?
  Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að bæta heilsuna sína og koma sér í betra form. Ég útskýri allt á námskeiðinu á eins einfaldan og skilvirkan hátt og ég get svo það henti bæði byrjendum jafnt og þeim sem eru lengra komnir. Allar æfingar færðu síðan í gegnum notendavænt app með góðum útskýringum á myndbandi og texta.


   

 3. Eru æfingarnar hannaðar fyrir hvern og einn?
  Æfingaplanið er sett upp þannig að það er auðvelt að aðlaga erfiðleikastigið fyrir hvern og einn. Megináhersla er sett á 6 kjarnaæfingar eða grunnhreyfingar líkamans. Þetta eru hreyfingar sem er að mínu mati mikilvægast að þjálfa til að koma líkamanum í gott stand og fyrirbyggja stoðkerfisvandamál.


   

 4. Er þetta ketó mataræði eða venjulegt mataræði?
  Í þessu námskeiði eru engin “matar-æði”. Einungis hagnýt ráð og áskoranir til að hjálpa þér að móta nýjar mataræðisvenjur sem munu hjálpa þér að gera heilsusamlegar breytingar á þínu mataræði án áreynslu og öfga. Engar öfgar, tilbreytingalausir matseðlar eða boð og bönn.


   

 5. Get ég horft á fyrirlestrana þegar mér hentar?
  Það frábæra við netnámskeiðið er að þú getur sinnt því á þínum tíma þegar þér hentar. Fyrirlestrana færðu senda á hverju mánudagskvöldi og hefur aðgang að þeim út námskeiðið. 


   

 6. Ég þarf yfirleitt mikið aðhald þegar kemur að svona lífsstílsbreytingum. Er ég alveg ein/nn á báti í þessu námskeiði?
  Ég geri mitt allra besta til að veita þér þann stuðning sem ég get gegnum námskeiðið. Ég fylgist með mætingu þinni á allar æfingar í gegnum appið og er alltaf innan handar til að svara öllum þínum spurningum gegnum einkaspjallþráðinn í appinu. 

bottom of page