Viltu bæta þig í bekkpressu?
Er farið að hægjast á bætingunum í bekknum? Prófaðu að henda þessari inn í æfingaplanið.
Það eina sem þú þarft er 2 eins teygjur (ekki of stífar) og 2 handlóð eða ketilbjöllur í sömu þyngd. Þú vefur teygjunni utan um lóðin eins oft og þarf svo að þau rekist ekki í gólfið og smellir þeim sitthvorum megin á stöngina.
Ég mæli með að byrja létt og fá einhvern til að standa fyrir aftan þig ;)
Comments