top of page

Ekki gleyma að draga naflann inn!


Ertu full/ur af skít?

Ef svo er að þá er eins gott að djúpu kviðvöðvarnir þínir séu sterkir.

Djúpu kviðvöðvarnir eða “Transversus Abdominis” vöðvinn einna helst gegnir því mikilvæga hlutverki að halda líffærunum á sínum stað. Ef þú ert reglulega með stútfulla þarma af hægðum að þá er ég ansi hræddur um að þú sért í áhættuhópi þess að enda með hangandi kvið og vanvirka innri kviðvöðva eins og manneskjan á myndinni hér að neðan.


Það sem verra er, ef innyflunum er ekki haldið á sínum stað með djúpu kviðvöðvunum að þá eykur þú ekki bara líkurnar á óaðlaðandi líkamstöðu og meiðslum heldur setur þú óæskilegann þrýsting á legið, þvagblöðruna og blöðruhálsinn.

Þetta getur haft í för með sér HAUG af heilsufarsvandamálum og til að nefna hafa sérfræðingar tengt þetta við hluti eins blöðruhálsvandamál hjá körlum og legslímuflakk “endometriosis” og “uterine prolapse” eða legslímubólgu hjá konum.

Hér eru nokkur einkenni sem geta gefið þér vísbendingu um hvort djúpu kviðvöðvarnir þínir starfi ekki eðlilega.

  • Ertu reglulega með meltingarvesen eða uppþembu í kvið?

  • Eru þvagleki eða þungar og verkjamiklar blæðingar eitthvað sem þú kannast við?

  • Er alveg sama hversu mikið þú djöflast í ræktinni og hversu margar kviðæfingar þú tekur, þú bara getur ekki fengið flatann maga?

  • Hangir kviðurinn á þér út eða ertu með svona “poka” neðst í kviðnum eins og sjá má á myndinni.

Ef þessi einkenni eru kunnugleg þá er með nokkru sanni hægt að segja að þú sért ekki með eðlilega starfandi djúpa kviðvöðva eða “innra kviðkerfi”.

Ég læt eina djúpkviðvöðvaæfingu í viðhengi fyrir áhugasama.


 

Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsinganna sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.


0 comments
Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page