top of page

Teip í nótt og þú sefur rótt


Nei þetta er ekki forsíðumynd framhaldsstiklu 50 shades of gray. Þetta er ég kominn í háttinn..

Maka mínum til frekar lítillar hamingju þá sef ég með teip yfir munninum. Reyndar sef ég líka með bómullar eyrnaband með innbyggðum heyrnatólum sem kallast “cozyphones” og eru sérstaklega hönnuð fyrir fólk eins og mig sem vill hlusta á róandi tóna eða podcast fyrir svefninn en vill samt ekki eiga í hættu á að kafna á snúrunni eða þá vera umvafinn bluetooth geislum allar nætur, en það er önnur saga í annan pistil.

Ég mæli samt með þeim!

Eins furðulegt og þetta kann að hljóma að þá vill Dr. Mark Burhenne, tannlæknir meina að þetta hafi þvílíkar heilsubætur í för með sér.

Til gamans má geta að anda með munninum er ekki æskilegt, heldur er nef öndun náttúruleg og eðlileg leið líkamans til þess að anda. Neföndun er mikilvæg útaf lofttegund að nafni nituroxíð sem líkaminn myndar í ennisholunum og skiptir miklu máli fyrir eðlilegt blóðflæði, blóðþrýsting, vöðvasamdráttarstyrk og framleiðslu hvatbera. 25% af nituroxíð myndar líkaminn í gegnum neföndun.

Ég er einn af þeim sem hrýtur, slefar með galopinn munninn og er með allskonar önnur leiðindi á nóttunni sem gerir mig ekki beinlínis að vinsælum koddafélaga, fyrir utan það að ég sef töluvert verr og næ síður djúpsvefn. En frá því að ég byrjaði að teipa að þá hefur ávinningurinn ekki staðið á sér og ég tými ekki að hætta því.

Með því að anda með nefinu í svefni má búast við eftirfarandi: - Þú vaknar úthvíld/ur - Blóðþrýstingur lækkar og líkur á hjarta- og æðasjúkdómum minnka - Þú dregur úr kvíða og þunglyndi - Þú eykur einbeitingu og minnið verður betra - Hausverkir, mígreni og bakverkir geta minnkað - Melting bætist og þyngdartap eykst - Ónæmiskerfið styrkist og þar með fer kvef og pestum fækkandi - Og síðast en ekki síst, hrotur minnka eða hverfa.

Teip í nótt og þú sefur rótt 😉

Ef þið viljið lesa meira um “mouth taping” þá er linkur hér með grein eftir Dr. Mark Burhenne sem fann upp á þessu skemmtilega úrræði. Þið getið einnig gripið ykkur eintak af bókinni hans “the 8 hour sleep paradox”


Og nei, ég er ekki sponsaður af honum mér finnst hann bara sniðugur 🙂

Góðar stundir.

 

Fyrirvari: Þessi pistill er byggður á mínum skoðunum og reynslu og ætti því ekki að taka sem læknisráðgjöf. Notkun upplýsinganna sem er að finna í þessum pistil eða efni sem honum tengist er á eigin ábyrgð.


0 comments

Comments


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page