top of page

13 reglur fyrir betri svefn

Writer's picture: Rafn Franklin JohnsonRafn Franklin Johnson

"Að sofa reglulega í minna en 6-7klst á nóttu rústar ónæmiskerfinu og tvöfaldar líkur þínar á krabbameini" Þetta segir Matthew Walker, taugasérfræðingurinn sem skrifaði bókina "Why We Sleep"

Svefn er hræðilega vanmetinn í nútíma samfélagi. Fólk er tilbúið að moka peningum í pillur, duft og aðrar skyndilausnir í von um betri heilsu en vanrækir verðmætasta (og ódýrasta) tólið sem við höfum, SVEFN.

Hér eru 13 reglur til þess að tryggja gæðasvefn.

  1. Haltu rútínu - Farðu að sofa á sama tíma ALLA daga (1 klst skekkjumörk)

  2. Forðastu koffín og nikótín fyrir svefn - Bæði hafa örvandi áhrif á líkamann og skerða svefn, kaffi alls ekki eftir kl 2 á daginn og nikótín helst ekki eftir kvöldmatarleyti

  3. Forðastu mikla birtu 2-3 klst fyrir svefn, sérstaklega frá raftækjum. Stilltu á night shift á símanum og náðu í www.justgetflux.com forritið í tölvuna. Þetta eru forrit sem minnka bláa ljósið í raftækjunum sem heftir melatonin framleiðslu.

  4. Ekki stunda líkamsrækt of nálægt háttatíma. Reyndu að forðast æfingar 2-3 klst fyrir svefn

  5. Forðastu áfengi fyrir svefn. Áfengi skerðir svefngæði og kemur í veg fyrir djúpsvefn og REM svefn.

  6. Forðastu stórar máltíðir innan við 2-3 klst fyrir svefn.

  7. Forðastu þau lyf sem gætu haft áhrif á svefngæði. Mörg hjarta-, blóðþrýstings- og hjartalyf ásamt hóstalyfjum og ofnæmistöflum sem dæmi.

  8. Alls ekki leggja þig eftir kl 3 á daginn.

  9. Slakaðu á fyrir svefn. Reyndu að ná góðri slökun fyrir svefn með því að t.d lesa eða hlusta á tónlist.

  10. Farðu í heitt bað eða sturtu fyrir svefn.

  11. Kolsvart svefnherbergi, kalt (kringum 18°) og án raftækja (setja símann á airplane mode og hugsanlega slökkva á router ef hann er nálægt svefnherbergi)

  12. Nægilegt magn af dagsbirtu hefur mikið að segja um svefngæðin. Reyndu að fá sem mesta dagsbirtu yfir daginn til að hámarka svefngæði

  13. Ekki liggja of lengi vakandi uppi í rúmi. Ef þú hefur verið vakandi í meira en 20 mínútur þá skaltu fara fram og lesa bók eða gera eitthvað róandi (ekki í símann), þar til þú finnur fyrir þreytu.


*Þú getur pantað bókina með því að smella á myndina.


0 comments

Comentarios


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page