top of page

6 ástæður til að æfa úti í náttúrunni

Við Íslendingar erum líklegast eina þjóðin sem upplifir sólarkvíða. Kvíða við það eitt að vera ekki úti í sólinni... Það er hálf sorglegt en á sama tíma svo skiljanlegt að vilja nýta hverja einustu mínútu í góða veðrinu sem heiðrar okkur svo sjaldan með nærveru sinni.


Hér eru 7 rök fyrir því af hverju mér finnst það frábær hugmynd að færa æfingarnar út í góða veðrið á meðan á því stendur.

1. Losar um streitu, kemur þér í gott skap, eykur sjálfsálit og gerir æfinguna auðveldari Ég veit… Hljómar ótrúlega. En það virðist sem svo að líkaminn okkar sé hannaður til að vera í náttúrunni. Rannsóknir hafa sýnt fram á það hvernig grænt umhverfi hjálpar við að minnka streitu og annars konar andlega þreytu ásamt því að bæta skapið okkar og sjálfsálit.[1] Meira að segja virðist fólk upplifa æfingar auðveldari þegar það framkvæmir þær úti og er þar með líklegra til að reyna meira á sig, sem gæti þýtt betri árangur!

2. Hjálpar með svefnvandamál Þegar þú eyðir tíma utandyra stillir þú þína innri líkamsklukku eða það sem kallast á ensku “circadian rhythm”[2]. Þessi innbyggða klukka stillist af miklu leyti útfrá dagsbirtu sem sendir líkamanum skilaboð um hvaða tími dags er. Líkaminn bregst þá við með viðeigandi hormónaframleiðslu og annars konar líkamsstarfsemi.

Með því að eyða góðum tíma daglega í dagsbirtu hjálparu líkamanum að stilla sig inn á hvenær það er dagur og hvenær það er nótt. Hann mun því líklega eiga auðveldara með að komast í svefn á skikkanlegum tíma um kvöldið og halda svefninn út til morguns.

3. D-vítamín Vítamínið sem við fáum ekki nóg af… Bókstaflega. Sólin er okkar besta uppspretta af D vítamíni svo það gefur að skilja af hverju við Íslendingar erum upp til hópa frekar lágir í D vítamíni. Þegar sólin skin á húðina, framleiðir líkaminn okkar D vitamin frá kólesteróli. D vitamin er eitt af lykilvítamínum líkamans og lífsnauðsynlegt fyrir góða heilsu. Sláðu tvær flugur í einu höggi með því að bæta heilsuna með æfingum og safna D-vít á meðan.

4. Jarðtenging Hér byrjar woo woo ballið. Ég er nokkuð viss um að þegar flestir lesa orðið jarðtenging er "hippi" það fyrsta sem kemur upp í þeirra huga. En það virðist sem svo að hipparnir hafi hreinlega verið aðeins á undan sinni samtíð. Rannsóknirnar á þessu málefni eru farnar að sækja í sig veðrið og eru ansi merkilegar. Það að tengjast jörðinni berfætt virðist hafa sláandi jákvæð áhrif á bólguminnkun, endurheimt og allskyns hluti tengda bættri heilsu.[3][4] Þú uppskerð að sjálfsögðu ekki ávinning jarðtengingar í æfingunum nema með því að æfa berfættur eða í þessum snilldar skóm (sokkum) (10% afsláttur með kóðanum “360heilsa”) En ég hvet þig eindregið til að bæði æfa berfætt/ur og eyða eins miklum tíma berfættur og þú getur. Heilsuávinningarnir eru óteljandi.

5. Fjölbreytileiki Eyðum við ekki nægilega miklum tíma innandyra? Núna yfir sumartímann eru mörg okkar á flakki um landið og að njóta okkar í sumarfríi og því er frábært tækifæri til að æfa utandyra og jafnvel alltaf í nýju umhverfi. Ef þig vantar síðan hugmyndir af fjölbreyttum æfingum til að framkvæma úti og jafnvel skipulagt plan til að halda þér við efnið og gera æfingarnar að föstum lið í sumar, þá finnnur þú skilvirkt og skemmtilegt úti-æfingaplan hér

6. Þú getur æft hvar sem er, hvenær sem er Hversu frábært er það!? Hvort sem það er á pallinum, tjaldsvæðinu, nauthólsvík, klambratúni, grasagarðinum eða fyrir utan eitthvað sveitahótel úti á landi, þá getur þú alltaf hent þér í gallann og tekið góða og hressilega útiæfingu.

Ef þú ætlar að taka æfingarnar út í sumar, þá ertu hér með að minnsta kosti 6 góðar ástæður til þess. Ef þig vantar síðan aðstoð með hugmyndir af æfingum og skipulag. Smelltu þá hér!

 


Ekki missa af næsta pistli, hlaðvarpi og fróðleik frá mér!



Skráðu þig á póstlista HÉR








 
0 comments

Comentarios


Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page