top of page

Af hverju konur þurfa að huga að heilsunni öðruvísi en karlmenn

Updated: May 13, 2020



Hér koma sláandi fréttir dagsins. Við karlmenn erum frekar einfaldir (upp til hópa). Bæði á líkama og sál. Að minnsta kosti í samanburði við kvennfólk. Til að líkja þessu við púsl þá erum við karlmennirnir svoldið eins og krakkapúsl. Þau geta stundum verið sæmilega krefjandi en á sama tíma er yfirleitt frekar auðvelt að átta sig á þeim. Kvenfólk er hinsvegar meira eins og "wasgij" púslin þar sem þú ert með yfir þúsund einingar og púslar útfrá því sem þú heldur að manneskjan framan á púslinu sé að horfa á... Í einföldu máli, hálf ógerlegt og ekkert nema eintómar ágiskanir. Þetta er að mínu mati eitt af því sem gerir konur svo áhugaverðar og magnaðar en á sama tíma finnst mér áhugavert að velta því fyrir mér af hverju kynin eru svona ólík og af hverju konur virðast vera með flóknari vélabúnað en karlar. Konur virðast þurfa að huga betur að sjálfum sér og heilsunni heldur en karlar til þess að hlutirnir fari ekki úr jafnvægi. Þær eru líklegri til að þróa með sér skjaldkirtilsvandamál. Ein af hverjum átta konum mun þróa með sér skjaldkirtilsvandamál á lífsleiðinni sem hefur allskyns einkenni og kvilla í för með sér.


Konur virðast sömuleiðis vera töluvert viðkvæmari en karlmenn fyrir föstum. Á meðan karlmenn virðast geta farið dögum saman án þess að borða og uppskorið jákvæðan ávinning útfrá því, þá virðist heilbrigður föstugluggi vera töluvert styttri hjá konum.

Á meðan konur ganga í gegnum líkamlegt og oft krefjandi breytingaskeið þá fá karlar í besta falli allt í einu þörf til að kaupa sér sportbíl. Af hverju ætli þetta sé? Ég og Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir spjölluðum um þessi málefni og fleiri í þætti #21 af 360° Heilsa hlaðvarpinu Ásdís er hafsjór þekkingar sem sérhæfir sig heilsu kvenna.

 

Þú getur hlustað á þáttinn hér!


  • Hlustaðu á þáttinn hér á iTunes

  • Hlustaðu á þáttinn hér á Spotify

Ekki gleyma að ýta á SUBSCRIBE!

 

Samstarfsaðilar þáttarins:

www.sportvorur.is Ef þú ert að íhuga hlaup og vantar góða hlaupaskó, þá mæli ég hiklaust með ON hlaupaskónum hjá Sportvörum. Einir flottustu hlaupaskór á markaðnum sem eru í uppáhaldi hjá yfir 5 milljón hlaupurum um allann heim.

www.purenatura.is - Kóði: "360heilsa" f. 25% afslátt Lifur er ein mesta ofurfæða sem fyrirfinnst. Vanmetin ofurfæða að mínu mati. Nánast hvergi annarsstaðar kemstu í ríkari uppsprettu af næringarefnum eins og A og B vítamínum, járni, kopar, choline og fleiri efnum sem eru okkur nauðsynleg. Hjá Pure Natura getur þú fengið lifur og annars konar innmat þurrkaðan í töfluformi.

0 comments
Skráðu þig á póstlistann!
360 Heilsa .jpg

Smelltu
til að hlusta!

bottom of page